Þegar ég kenni byrjendum um kjarnaolíur þá er megináherslan á 2 þætti.

Í fyrsta lagi vil ég hjálpa fólki að taka ábyrgð á heilsu sinni með heilsustyðjandi lífsstíl.

Í öðru lagi er þörfin fyrir að hjálpa jörðinni, þessi umhyggja kemur beint frá mínu hjarta. Það er mín ástríða að hjálpa fólki að minnka eiturefni á heimilum og þar með að minnka eiturefni sem fara út í náttúruna.

Hamfara hlýnun jarðar

Okkar kynslóð er ekki aðeins fyrsta kynslóðin til að upplifa hamfarahlýnun jarðar, við erum trúlega síðasta kynslóðin sem getur gert eitthvað í því!

Við getum kannski ekki stöðvað bráðnun jökla, en við getum auðveldlega breytt okkar eigin neysluvenjum. Við getum  hætta að nota eituefni sem mun bæta líðan okkar og barna okkar og  í því felst raunveruleg náttúruvernd.

Hvernig getum við snúið þessari þróun við?

Ein einfaldasta leiðin er að byrja á því að losa okkur við skaðleg mengandi efni sem við erum að nota á heimilinu. Það eru litlu skrefin sem geta breytt miklu í heiminum.

Hjarta Young Living er í töfum náttúrunnar.

Kjarnaolíur eru hjartað í Young Living, Gary Young stofnandinn og frumkvöðullinn deildi frjálslega ástríðu sinni á þessum örsmáu og öflugu efnum sem við þekkjum sem hreinar kjarnaolíur af þerapútískum gæðum.

Æðsta takmark Gary Young var að leyfa öllum heimilum í heiminum að kynnast þessum efnum til að geta nýtt þau fyrir sig andlega og líkamlega!

Ef þú hlustar þá má finna í Young Living kjarnaolíum skilaboð náttúrunnar til þín og ef þú hlustar enn betur þá getur þú líka fundið að viska alheimsins er til staðar í þessum töfrandi léttu og loftkenndu efnum.

Nýttu innsæð og þína innri æðri vitund til að njóta þessa gríðarlega öfluga stuðnings frá náttúrunni, frá plöntum jarðarinna, fyrir sálina þína, fyrir persónuleikann og jafnvel til að losa gömul mynstur og heila gömul sár.

Öll eigum við okkar sögu, okkar mynstur sem verða til í æsku. Ég býð þér að taka á móti Young Living olíunum inní lífið til að styðja þig og kannski hjálpa þér að rísa upp, taka skref, breyta og njóta.
Olíurnar eru frábærar til að hjálpa okkur að rækta tengsl við okkur sjálf og aðra og til að tengjast náttúrunni fyrir Besta lífið. 


Kjarnaolía eða “ilmolía”

Ekki eru allar ilmolíur eins: Hreinleikinn skiptir öllu máli. Regluverkið um ilmolíur er takmarkað, einning skilgreiningar á gæðum ilm/kjarnaolía frá yfirvöldum og staðlar ganga útfrá ilmi en ekki heildarinnihaldi náttúrulegra efna í kjarnaolíu.
Flestar ilmolíur á markaði eru iðnaðarvara, langstærstur hlutinn eru að mestu tilbúin kemist efni þynnt með alkahóli eða öðrum lyktarlausum og tærum vökvum sem geta innihaldið ýmis eiturefni.

Það má skipta kjarna-/ ilmolíum gróflega í fjóra flokka eftir gerð og gæðum:

A flokkur
Kjarnaolíur af þerapútiskum gæðum, búnar til úr plöntum sem hafa verið lífrænt ræktaðar og eimaðar við lágt hitastig í hæfilega langan tíma.
Young Living olíurnar eru alltaf aðeins A flokkur og loforð um hreinleika, gæðastaðalinn eru kallaður frá  Seed to Seal, eða hreinleiki alla leið frá fræi til flösku. Hreinar kjarnolíur innihalda tíðni og lífsorku og margar þeirra má nýta til heilsubótar til inntöku sem bætiefni. 

B flokkur
Þetta eru olíur fyrir matvælaiðnaðinn sem bragðefni, kallaðar “food grade”  ilmefni. Þær geta innihaldið leifar af skordýraeitri, áburðarefnum, burðarolíu og viðbætt ilmefni, rétt eins og mörg matvæli sem innihalda leifar af þessum efnum sem notuð eru við ræktun á grænmeti og ávöxtum.

Þess vegna er líka mikilvægt fyrir okkur að velja hreinar matvörur, lífrænar matvörur fyrir heilsuna og jörðina. Þó það kosti meira að búa þær til þá verðum við að fara að horfa á kostnaðinn sem lendir á jörðinn þegar við veljum ódýrari vörur með hala af eiturefnum og aukaefnu, allt sem á endanum lendir í náttúrunni.

ATH: Bragðefni er ekki það sama og bætiefni, en Young Living olíurnar sem eru til inntöku PLÚS OLÍUR eða VITALITY OLIUR (US) eru ekki fyrst og fremst bragðefni heldur bætiefni, sem sagt efni til að styrkja heilsuna en margar þeirra getum við svo sannarlega einnig notað sem bragðefni í mat, en það þarf oftast MJÖG LÍTIÐ af þeim, svo byrjið með lítið, þá er ég að meina jafnvel minna en einn dropa.

C flokkur
Þetta eru ilmolíur sem oft innhalda allskyns viðbótar og aukaefni og eru gjarnan búnar til með hjálp uppleysiefna til dæmis hexane til að fá meira af ilmefnum, hexane heilsuskaðandi efni. Ýmis önnur krabbameinsvaldandi efni finnast í ilmolíum sem eru mjög algengar á markaði og hálfgerð tískuvara. Athugaðu einnig að þær geta verið þynntar út 80-95% með alkóhóli og þú finnur ekki endilega muninn á þeim og hreinum kjarnaolíum við fyrst kynni. Við notkun finna flestir sem þekkja hreinar kjarnaolíur að það er reginmunur á kemiskum ilmolíum og hreinum kjarnaolium. Ef þú ert í vafa þá hvetjum við þig til að gera þínar eigin kannanir ef þú vilt taka áhættuna við að bera á þig og lykta af efnasúpu.

D flokkur
Þetta eru ódýrustu ilmolíurnar og framboðið er mest á því sem kostar minnst. Þær eru oft búnar til úr blómavatni sem er afurð frá framleiðslu á kjarnolíum. Þessi vökvi er hagkvæmur fyrir ilmiðnaðinn, þar sem allt gengur útá að selja sem mest fyrir sem minnst. Iðnaðurinn blandar blómavatnið öðrum efnum og selur sem “pure” olíur, í þeim er alls engin lífsorka heldur oftar en ekki kemisk efni og eiturefni sem spilla lífríkinu.


Premium Starter kitt: Lykill að lífsgæðum

Hver kjarnaolía sem við notum fyrir heilsuna og fyrir heimilið, minnkar líkurnar á því að við séum að nota önnur síður æskileg efni sem eru mengandi og hafa lúmskt slæm áhrif á heilsuna og umhvefið!

Þegar ég kenni og kynni Young Living þá eru margar ástæður fyrir því að ég tala alltaf fyrst um byrjendakassann PREMIUM STARTER KITT, sem inniheldur 12 algengustu og mest notuðu kjarnaolíurnar sem allir geta nýtt sér, eins og sjá má í bæklinginum okkar Finndu þinn Young Living lífsstíl á íslensku. 
Hér er hann einning á ensku á netinu Find your Young Living Lifestyle


Young Living Lífsstíllinn 

Við mælum með að fólki byrji ferðalagið með því að eignast Premium start kit (PSK) með Aria og Dewdrop úðara?

Af hverju, það erfyrir heilsuna, heimilið og heiminn:

  1. til að skipta út vörum heima–  nota kjarnaolíur og umhverfisvæn efni.
  2. til að bæta heilsuna þína andlega og líkamlega með næringu og kjarnaolíum.
  3. PSK er besta byrjunin vegna þess að það er um 50% ódýrara að kaupa start pakkann en versla innihaldið í eitt og sér.
  1. byrjendapakkinn er sérlega útbúinn til að taka vel á móti þér, sjá bæklinginn. 

    Byrjendapakkar sem Young Living býður uppá eru mismunandi en við kennum byrjendum alltaf fyrst á PSK (Premium Start kit) með kjarnaolíum og hann er sérstaklega hannaður til að taka vel á móti byrjendum.

Lestu bæklinginn frá byrjunum stofnendur Young Living, um fyrirtækið, 600 mismunandi vörur og  búgarða um allan heim.  Mikilvægt er að skilja loforð Young Living um hreinleika sem byggist á framleiðslu- aðferðunum “Frá fræi til flösku” eða “Seed to Seal”. Þetta gerir olíurnar einstakar og er hjartað í Young Living búðinni.
Skrifaðu verðin  á Premium Start kittunum aftast í bæklinginum við myndirnar (miðað við gengi dagsins).


Aromaþerapía
Við viljum að allir geti nýtt sér einfaldar og öruggar leiðir til að njóta kjarnaolía og aromaþerapíu.

Það eru þrjár megin leiðir til að nota kjarnaolíur, oft kenndar við löndin þar sem aðferðirnar eru mest notaðar

Þýski skólinn leggur áherslu á innöndun, inntaka í gegnum nef og lungu
Enski skólinn kennir 2 – 5% blöndun ilmolíu í grunnolíu sem oftast erborin á húð 

Franski
skólinn leggur áherslu á inntöku á kjarnaolíum í gegnum munn og meltingu en notar annars allar aðferðir einnig olíur óblandaðar (neat) á húð.


Skoðum hvaða olíur eru í pakkanum (opnaðu pakkann og upplifðu nokkrar olíur).

Sex kjarnaolíur (stakar olíur)
Byrjum að prófa 1 dr. Lavender í lófann og anda að, við notum hana í innöndun og á húð, róandi slakandi, tekur 3 sek. með innöndun að fara inn í líffæri líkamans. Lavender er drottningin í kassanum og mjög fjölhæf olía, en mild.
Peppermint ég býð gestum að prófa 1.dr. á handarbakið, smakka á henni og finna hvað hún gerir – eykur súrefni, opnar öndun, hressandi, vekur mann!
Frankincense, þúsund ára saga, Jesú barnið fékk reykelsi = frankincense, heilunarolía frábær í andlitsserum og í hugleiðslu. Setja dropa í lófann og smyrja á þriðja augað, anda djúpt.
Copaiba, frábær á vöðva til slökunar, og er til sem bætiefni.
Lemon er styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og er í NingXia Red safanum og hún er frábær í úðarann og þvottavélina
Orange+ – er undir hvíta spjaldinu í kassanum ásamt Stress Away

NingXia Red
Á námskeiðum mínum býð ég gjarnan að smakka á NingXia Red með einum dropa af Orange+ útí safann.
Það er frábært  að bjóða uppá Slique te, 1 tepoki + 10 dr. Slique olía fyrir 4 – 6 gesti, ef þú átt það til.

VARÚÐ: Sítrusolíur geta gert húðina ljósnæma og einnig blöndur sem innhalda sítrusolíur og ætti ekki að nota á húðina 24klst áður en þú ferð í sól.
Kjarnaolíur eru öflug efni sem ber að umgangast með varúð það er gott ráð að  prófa nýjar olíur á húðina innaná handlegg og nota gjarnan grunnolíu eins og V-6 nuddolíu til að þynna út olíur fyrir byrjendur.

Sex blöndur 
PanAway, ég kalla hana stundum fallbyssuna, gott að grípa til hennar þegar mikið liggur við. Flestum finnst gott að nota roll-on tappann sem fylgir með kassanum á PanAway þar sem hún hentar vel beint á álagssvæði, liðamót, bakið eða hné svo dæmi séu tekin.
R.C. stendur fyrir Respiratory Comfort, sem sagt fyrir öndun. Hún er góð á brjóstkassa og í úðara.
Di-Gize er frábært fyrir meltinguna og meltingarveginn. Gott að nudda á maga eða setja á handarbak og sleikja ef maður borðar of mikið. Í Bandaríkjunu er Di-Gize Vitality olía, sem sagt bætiefni og má því taka inn. 
Purification er ómissandi í ferðalög, hún er TeaTree og Cintronellu blanda góð á lítil sár, hreinsar loftið og lykt, góð í þvottinn og þrif, í svitaföt og skó.
Við vorum búin að minnast á StressAway.
Thieves®er kóngurinn í kassanum, styður ónæmiskerfið. 
VARUÐ: Thieves®erheit olía og mikilvægt að nota V-6 nuddolíu (eða fitur) til að blanda hana eða setja undir fætur og í úðarann. Ef þú vilt setja hana í munninn, þá getur verið gott að setja á þumalinn og beint upp í góminn!
Þú getur kynnt þér Thieves – vörulínuna, margskonar hreingerningarvörur, tannkrem og sápur með Thieves. Hún er hluti af Inner Defense bætiefninu (gott að hafa til sýnis ásamt Longevity og Life 9 góðgerlum). Ég hef dálæti á Aromabright tannkremi, þú getur haft það í munninum með góðri samvisku og Thieves olían í tannkreminu er hreinsandi. Tannkremið inniheldur ekkert flúor eða önnur eiturefni.

Þegar þú pantar kassann þá kemstu á póstlista og færð allskonar góð ráð um hvernig má nota olíurnar.. Við lofum því, að kenna þér að nýta allar 12 olíurnar í pakkanum, hafir þú áhuga á að eignast þær.

Það eru um 90 dropar í hverju 5ml glasi,  kittið getur enst þér í 90 daga ef þú notar 10 dropa á dag. Þetta er fjárfesting í heilsu og vellíðan.

Tíu til tuttugu olíur er  allt sem þarf til að bregðast við alls kyns óþægindum og auka vellíðan, en það eru um 200 mismunandi olíur og blöndur í boði.

Flestir klára uppáhaldsolíurnar sínar á fyrsta mánuðinum. Þú hefur kannski verið að hugsa að þú notir ekki allar olíurnar eða að þær séu dýrar. Satt best að segja þá er meðalverð á flösku í kassanum ekki nema um 2,200 kr og Dewdrop úðarinn kemur frítt með. Ef þú velur Aria úðarann þá færðu “Rolls” heim í stofu!

Ef þú hins vegar kýsta að kaupa olíurnar stakar þá kostar hver og ein frá 1,500kr til 9,000kr og það sem er gott við kassann er að þú kynnist mörgum olíum í litlum skömmtum. Allt olíur fyrir heilsuna, heimilið og heiminn!

Þetta er ekki erfitt, og ég get mælt með að byrja þessa ferð strax í dag, að fresta því er að að fresta því að þú nýtir lífsgæðin sem fylgja notkun á kjarnaolíum. Pakkinn kemur venjulega til þín eftir 2 – 5 daga.

Áður en þú tekur ákörðun um valkostina, er hér smá efni til umhugsunar

Í umferð eru um 185,000 efni  – 10.000 ný efni koma á markað árlega og aðeins um15% hafa verið rannsökuð með tilliti tilskaðlegra efna… 

Hvað þýðir þetta fyrir heilsuna okkar?
Áhrifin geta komið fram í taugakerfinu og dregið úr einbeitingu, valdið ofnæmi.

Truflað efnaskiptitil dæmis hægari brennsla eða hormóna-ójafnvægi.
Varanleg neikvæð áhrif á frumustarfsemi= krabbameinsvaldandi efni.

Tölfræðin segir okkur að venjuleg manneskja notar 300 eiturefni á dag, 80 af þeim fyrir morgunmat með því að bursta tennur, baða sig, bera á sig kremin og borða!

Mér er umhugað um heilsuna og umhverfið og hér er smá áskorun fyrir þig.

Skoðaðu 3 skápa heimahjá þér t.d. baðherbergið, eldhúsið og þvottahúsið,

Gríptu einn brúsa og lestu utan á hann, googlaðu óskiljanleg efni sem þú finnur með leitarorðum…in danger of …
Algengustu mengunarvaldar á heimilinu eru vel þekkt efni:

  • Mýkingarefnið í þvottahúsinu, eða þvottaefnið sjálft. Rannsóknir sýna að í algegnum tegundum á markaði er að finna mikið magn af skaðlegum efnum.
  • Græni þvottalögurinní eldhúsinu.
  • Bláa munnskolið – eða Golgate, lestu á tannkremi: ..leita skal læknis….

Rannsóknir sýna að ilmefni sem koma úr ilmkertum og “plugins” eru skaðleg heilsunni.

Í staðinn getur þú notað heilsustyðjandi kjarnolíur sem styrkja ónæmiskerfið, auka súrefnisflæði, hreinsa andrúmsloftið – auka gleði!

Hvað er í kjarnaolíu?
Úr um 300 kg. af eimuðu Lavender (Lavendula Angustifolia) fæst um 1 líter af kjarnaolíu. Engu er bætt í olíur og ekkert tekið úr.
1 dropi piparmyntuolía er á við 28 bolla af mintutei.

Þú vilt læra að nota kjarnaolíur af því þær eru:

  1. Þerapía þegar þú þrífur
  2. Fyrsta hjálp og forvarnir:  hreinsa, styrkja, bæta, græða, gleðja og heila!!
  3. Lykill að lífsgæðum og grunnur að góðum lífsstíl.

Enn og aftur, þú ert kannski að hugsa, get ég lært á allar þessar 12 olíur?

Oliuvinir lofa að þú munt fá hjálp og læra að nota allar olíurnar og fleiri.
1.  Strax á næstu dögum muntu fá fyrsta tölvupóstinn af 33 póstum (daglegir).
2.  Í gegnum samfélagið og Facebook hópa (Oliuvinir og fleiri smærri hópar)
3.  Sjálfsefling – sjálfsfræðsla –  námskeið og Dropastundir (samfélag)

Við munum ekki aðeins senda fræðslu til þín, heldur einnig leiki, til að hjálpa þér að læra og kannski ertu tilbúin til þess að skoða skjalið okkar Vistvænn viðsnúningur.

Við gefum þér Premium Start kitt blað á íslensku.

Við munum hjálpa þér að nota pakkann, allar olíurnar.
Vissir þú að eiturefni / toxins sitja í fituvef líkamans og hjá konum í brjóstum. Rannsóknir sýna að konur sem fá brjóstakrabbamein eru með 40.000 meira af toxinum í brjóstum en aðrar konur (dr. Oli).

Ef þú raunverulega vilt lifa heilsusamlegum lífsstíl og minnka eiturefni þá mælum við með mánaðarlegri áskrift – Essential Rewads – þú færð fljótt 20 prósent til baka og frívörur og hlunnindi sem gera innkaupin hagstæð og þú þarft ekki að auka útgjöld heimilisis.
Spurning sem þú vilt kannski hugleið er,  hvaða vörur ertu að kaupa nú þegar og hvar? Vörur eins og sápur, hreingerningarvörur, bætiefni, góðgerla, næringu, snyrtivörur.

Má bjóða þér gæðavöru með hreinum kjarnolíum sem hreinsa út eiturefni. Þær koma með Premium Start kit með ARIA eða DEWDROP úðara.

Ef þú ert á námskeiði gæti gestgjafi boðið þér að panta í gegnum síma/tölvu eða fylla út blað til að panta.
Ef þú ert í vandræðum hafðu samband við tengilið þinn.

Young Living Europe

Linkur á pöntunarsíðu ef þú hefur engan tenglið