Í þessum bloggpósti er listi yfir nokkrar olíur sem eru í sérstöku uppáhaldi fyrir mig sem konu. Sumar þeirra, eins og Sclar Essence, Lady Sclareol og Progessence Phyto Plus, eru sérstaklega hannaðar sem ilmir fyrir konur og fyrir eflingu, eða hreinlega til að styrkja hormónastarfsemi kvenna.

Listinn er ekki tæmandi og röðin á olíunum er hvorki í stafrófsröð eða eftir einhverju sérstöku vægi. 
Ég tek fram, eins og ég hef oft sagt áður, við konurnar og mannfólkið erum ólík og höfum ólíkar þarfir á mismunandi tímum og því er eitthvað sem er rétt fyrir mig hér og nú kannski alls ekki það sem þú þarft mest á að halda akkurat núna, en best er að prófa til að finna!

Clary Sage 

Þessi olía er algjör gyðja fyrir konur. Ilmurinn af Clary Sage er svolítið sérstakur, frekar kryddaður, en salvían venst mjög vel og ég elska ilminn af henni. Það var sérstök upplifun fyrir mig að læra um og sjá salvíuna á búgarðinum í Simiane La Rotande í Frakklandi. Ég varð algerlega ástfanginn af jurtinni.  Salvia sclarae eins og hún heitir á latnesku er olía sem styður kerfi konunnar í heild, hún styður vellíðan og náttúrulega hormónaframleiðslu (estrogen og progestrón). Hún er sérlega góð á kvöldin og það má bera hana á ökkla og á handleggi ( hún er samt ekki mjög sexy olía í svefnherberginu!!). Þess vegna er gott að vita að salvía (sage) er til sem bætiefni eða supplement olía, (plús olía) og því getum við með góðri samvisku tekið salviu til inntöku.

Sage

Salvia Officinalis hefur sérstakan jurtakeim eins og systir hennar Clary Sage. Sage var þekkt á meðal rómverja sem “herba sacra” eða hin helga jurt. Rót latneska orðsins salvia kemur af “salvation”, eða “að bjarga”.
Jurtin hefur verið þekkt í Evrópu til að styðja við munnheilsu og húðvandamál.  Almennt er hún talin styrkja lífsorkuna auk þess að styðja efnaskiptin. Salvía er einnig góð fyrir öndunarkerfi og til að styðja líffæri í neðra kviðarholi og æxlunarfæri ekki síst frá tilfinningalegum áföllum. 
Á vefsíðunni segir að hún geti styrkt taugakerfið og bætt andlega líðan eins og kvíða og dregið úr þreytu hugans. 

Salvia er þekkt fyrir hreinsandi eiginleika sína meðal annar að hreinsa orkusviðið og heimkynni af neikvæðri orku. 

SclarEssence 

Taktu eftir að þessi olía samanstendur af Salvíu-systrunum og er því fullkomin til að styðja estrogen búskap okkar kvenna. Í henni er líka Lavender og Peppermint sem hjálpa okkur að jafna hægra og vinstra heilahvelið, þar sem piparmintan er í samhljómi við framkvæmdarorkuna en lavender með sköpuninni. Þar sem bæði Sage, Lavender og Peppermint eru til sem plús olíur er þessi blanda líka ágætlega hentug í hylki til inntöku og gott að gera það til styrkingar á hormónastarfsemi og fyrir slímhúðina.

Ef maður vill taka kjarnaolíur til inntöku er gott að byrja með lítið, byrja bara með 2- 3 dropa í hylki (Clear vegetable capsules fást í YL búðinni). Mér finnst gott að taka Sclar Essence í hylki  á kvöldin, því blandan styðjur líka lifrina sem sér um mikilvæga hormónaúrvinnslu. Ég get mælt með inntöku fyrir allar konur sem nálgast breytingarskeiðið, eru komnar á breytingaskeið eða komnar yfir það skeið.
Þegar kjarnaolíur eru teknar inn, og það á við um mörg bætiefni, er gott að breyta til, taka blönduna/efnið í nokkrar vikur og skipta svo yfir í annað bætiefni, hvíla og byrja síðan aftur. 

Clary Sage í Frakklandi – þú getur næstum komið auga á oliudropana á blómunum.

Ylang Ylang 

Flestar konur elska blómailm og þessi blómaolía hefur sannarlega ljúfan, sætan og jafnvel rómantískan og lokkandi ilm auk þess að hafa rakagefandi eiginleika fyrir húðina. Þess vegna er Ylang Ylang vinsæl í ýmsar lúxus-húðvörur og er til dæmis í Art serumi  frá Young Living, í Créme Maskanum og í Sandalwood kreminu. 

Ylang Ylang er líka í mjög mörgum olíublöndum til eflingar t.d. í Joy, Believe, Harmony, Build Your Dream, Dream Catcher, Lady Sclaerol og í Live Your Passion. Einnig í uppáhaldsblöndum mínum: Magnify your Purpose og Highest Potential. 

Einhverstaðar má lesa að Ylang Ylang jafnar karl og kvenorkuna okkar, þess vegna er hún sannarlega á listanum okkar yfir olíur fyrir konur.

Hér getur þú hlustað á Gary Young segja frá því hvað skiptir máli við uppskeru á Ylang Ylang blómunum á akrinum okkar í Ecuador. 

Ilmandi blandan hennar Lilju

Rose 

Rósarolían ber með sér kærleiksorku og kvenlega fegurð. Það þarf um 60 rósir til að fá einn dropa af eimaðri rósarolíu og finnst mörgum ilmurinn allt að því yfirþyrmandi og einn dropi dugar langt. Það er nóg að setja einn dropa af rósaroliu í 30ml af V-6 grunnolíu eða einn dropa í andlitsvatnið þitt.
Sumar konur nota rósina til að líða betur þegar blæðingar standa yfir og hún getur létt lundina.
Rósin er þekkt fyrir háa tíðni og í háu tíðninni býr ástin, umhyggjan og fegurðin. Rósin hefur líka löngum verið talin ýta undir kynorkuna og getur aukið kynþokkann.

IlmAndi blanda Lilju: Ég set einn dropa af rósarolíu í 15 ml. glerflösku (ég endurnýti flöskur undan olíum) ásamt um 20 dropum af Joy blöndunni og 15 dropum af Patchouli. Ég fylli svo glasið með V-6 og smelli rúllutappa á flöskuna.  
Já, hér hefur þú liljublönduna, “ilmvatnið” mitt!

Progessence Phyto Plus (PPP)

Þetta er blanda af jurtum og kjarnaolíum og er sérlega hannað jurtaserum til að nota á húðina og styðja náttúrulega progestron-framleiðslu hjá konum. Athugaðu að jurtir og olíur eru ekki hormón heldur geta verið hormóastyðjandi, styðja framleiðslu á okkur eigin hormónum.
Það hefur sýnt sig að margar konur hafa ýmis einkenni um of lítið magn af prógestroni og því getur verið mjög hjálplegt að nota Progessence Phyto Plus finni maður fyrir miklum sveflum í gegnum tíðahringinn.
Með henni er gott að nota EndoFlex og Clary Sage og taka Multi Greens og OmegaGize bætiefnin.
Gott er að setja 2 – 3 dropa af PPP innan á handleggi 1x til 3x á dag eða eftir þörfum. Það getur verið gott að nota hana við fyrirtíðaspennu og til létta á hitakófi eða einfaldlega til að létta lundina, bæta skapið.

EndoFlex

Þessi blanda frá Young Living er ætluð til að auka vellíðan og styðja lífsorkuna í heild svo sem efnaskipti, blóðrás, öndunarfæri og taugakerfi. Blandan er talin styðja frjósemi og getur hjápað þér við þyngdarstjórnun.  Þetta er mjög kröftug olíublanda, flestum líka ilmurinn en hún inniheldur meðal annars spearmint. Það er mintu og jurtakeimur af EndoFlex. Hún fæst sem fæðubótarefni til inntöku í USA, kölluð Vitality olía, hjá okkur er það Plús olíur sem eru bætiefni.

Hugmyndir að notkun á EndoFlex.
Fyrir orku og vellíðan 2 dropar 2 – 5x á dag:
Borið á háls neðan við barkakýli
Á úlnliði og ökklasvæði og á iljar
Borið á nýrnasvæði og á mjóbakið
Meðfram hárlínu aftan á hnakkann
Alltaf er gott að setja dropa í lófann og anda djúpt að sér 3 sinnum eða meira. 
Blandið EndoFlex í V-6 ef hún ertir húðina.                                                           

Dragon Time

Olíublanda sem gott er að nota hafa við hendina fyrir konur á besta aldri. Hún gagnast sértsaklega vel við pirringi fyrir blæðingar og til að halda temprun á hitastiginu. Þessi olía hentar mjög vel yngri konum sem finna fyrir ójafnvægi andlega og líkamlega í gegnum tíðarhringinn.

Lady Sclaerol 

Þessi dásamlega blanda var sérlega hönnuð fyrir konur sem ilmandi blanda með styrkjandi ívafi. Eins og sjá má eru þessi blanda með áhugaverðu innihaldi og þar má sjá hormónastyðjandi olíur eins og clary sage og ylang ylang sem jafnar kven og karlorkuna en fyrst og fremst er hún lokkandi ilmur.
Lady Sclaerol inniheldur: vetiver, geranium, orange, clary sage, ylang ylang, sandalwood, sage lavender, jasmine og Idaho tansy.

Release  

Sannkölluð blómaolía og inniheldur m.a. Ylang ylang, Ocotea, Geranium, Jasmine. Þessi blanda vinnur sérstaklega inná tilfinningalega líðan, auðveldar losun á neikvæðum tilfinningum og stuðlar að sátt og jafnvægi á líkama og sál. Hún er í Feelings kitt pakkanum en margir kaupa hana eina og sér til að styðja umbreytingu og eflingu.

Valor og Blue Tansy 

Þú hefur áður heyrt mig tala um Valor, en ef þú skoðar innihaldið í Valor þá er ekki erfitt að hugsa sér að hún er góð fyrir konur. Í henni er bæði Frankincense sem er ein af fegrunar/heilunar olíunum og líka Blue Tansy, sem er þessi óskaplega flotta olía fyrir húðina. 
Taktu eftir að ef þú ferð inná Quick order á Young Living síðunni, þá birtist langur listi af vörum sem innihalda Blue Tansy, fremstar í flokki olíur eins og Acceptance, Build Your Dream, Believe, Brain Power, Dream Cathcher, Highest Potential, Release, Valor, Shutran (strákolían). Einnig í JuvaFlex og EndoFlex, báðum flex olíunum sem eru svo góðar fyrir grunnkerfin okkar. Blue Tansy er í Transformation og í öllum þessum stórmerkilegu blöndum af því hún hjálpar okkur að breyta, hjálpar okkur að stíga inni kraftinn okkar og taka mikilvæg skref. Valor blandan gefur okkur hugrekki til breytinga og hjálpar okkur að þora, að þora að vera við sjálfar.  Valor er frábær í yogaiðkun og við alla andlega vinnu og umbreytingu til að leggja góðan grunn. 

En-R-Gee  

Þetta er orkublanda og hana má setja í úðarann, þannig finnst mér gott að blanda hana með sítrusolíum eða extra Rosemary. Hún inniheldur Black Pepper (pipar) sem er “heit” olía því er gott að blanda En-R-Gee með V-6 ef þú vilt nudda henni bak við eyru eða aftan á hnakka fyrir orkubúst eftir hádegið, já svona strax á eftir NingXia Red skotinu. 

Lilja Oddsdóttir
febrúar 2020