Lavender, lofnarblóm

  1. Lavender olían er stundum kölluð svissneski vasahnífurinn og hentar því við flest tækifæri og er fullkomin í handtöskuna þína. Einn dropi í lófann er nóg, gott að nudda lófum saman réttsælis í 3 hringi til að vekja olíuna. Leggðu lófana að vitum, andaðu og leyfðu olíueindunum að streyma um líkamann. Nú er bara að njóta róandi, heilandi áhrifa ilmsins en það tekur innan við eina mínútu fyrir olíurnar, við innöndun að ná til tilfinningastöðva heilans og fara útí blóðrásina til allra líffæra og líkamskerfa.
  2. Settu 3 – 10 dropa af lavender í ilmúðarann í svefnherberginu að kveldi, fyrir kvöldmatinn og leyfðu ilminum að fylla herbergið áður en þú ferð að sofa. 
  3. Einn dropi af lavender er góður á skrámur og lítil sár til að aukið vellíðan og upplagt að hafa olíuglas  í eldhúsinu til að grípa í ef þú brennir þig smálega. 
  4. Lavender getur aukið vellíðan á vorin þegar gróðurinn vaknar, settu dropa í krem undir nefið og andaðu olíunni að þér úr flöskunni eða dropa úr lófanum, eins oft og þurfa þykir. 
  5. Lavender er gott að hafa í bílnum og með börnum til að róa og sefa, hægt að setja nokkra dropa í bréfþurrku eða bómull sem þú setur í loftinntakið á bílnum, nokkurskonar heimagerður ilmúðari. 
  6. Lavender er fullkomin í baðið, 3 – 5 dropar með bolla af epsomsalti eða sjávarsalti. Þegar þú setur kjarnaolíur í bað, gefðu þér þá nægan tíma til að njóta þess að liggja í baðinu.  
  7. Gerðu þitt eigið línsprey með 15 – 20 dr. lavender, ca. 10 ml af hreinum vínanda t.d. vodka og 100 ml af vatni. Þessu er gott að spreya yfir sængurverin áður en þú skiptir á rúminu. Einnig má setja nokkra dropa í þvottastykki og setja með sængurfötum á loka-mínútunum í tauþurrkaranum. 
  8. Koddasprey má gera á svipaðan hátt með lavender, Stress Away og roman chamomile. Gott að spreyja á koddann hjá börnum til að skapa róandi, ilmandi andrúmsloft. Börn elska lika að eiga sín eigin sprey eða roll on sem þau geta sjálf notað þegar þeim hentar. Þá er gott að leyfa þeim að velja ilminn í blöndurnar. 
  9. Þitt eðalandlitsserum gæti verið blanda af lavender, frankincense og blue tansy, blandað í V-6 grunnolíu. Kjarnaolíur til helminga með V-6, eða finndu þá blöndu sem hentar þér. Einnig má setja kjarnaolíurnar saman við uppáhalds Young Living kremið þitt. (Ekki er mælt með að setja kjarnaoliur saman við önnur krem sem geta innihaldið íðefni sem vinna gegn olíunum) 
  10. Settu 10 dropa af lavender út í Young Living sjampóið þitt til að styrkja hársvörðinn. 
  11. Lavender plús olíu má nota í mat og drykk.  Íslenska orðið yfir lavender er lofnarblóm.

    Lavender plús olíu má nota í mat og drykk. Í Frakklandi eru lavenderblóm í kökum, sjá lavender límonaði í næsta kafla.

Peppermint eða piparmynta/piparminta

  1. Prófaðu að nudda piparmyntu á magann til að róa og bæta meltinguna.
  2. Það er gott að nudda 3 dr. af peppermint á spennusvæði eða þreytta vöðva. Prófaðu nokkra dropa á fingurnar til að nudda á herðarnar eða herðablaðið. Gefðu þér tíma til að nudda svæðið með fingrunum, haltu smá stund og andaðu um leið nokkra djúpa andardætti til að losa spennuna. 
  3. Ef maður er að vinna við flókin og krefjandi úrlausnarefni, til dæmi í tölvunni, getur verið gott að hafa peppermint og Citrus Fresh í ilmúðarann (diffuser) til að halda fókus. 
  4. Ef þú ert að keyra langar vegalengdir, prófaðu að opna peppermint flöskuna og anda djúpt að þér ilminum og finndu hvernig það hressir þig og hjálpar þér að vera vel vakandi. Pappermint getur líka verið góð til að draga úr ferðaveiki. 
  5. Peppermint getur gefið manni góða kælingu ef þér er heitt. Tveir til þrír dropar duga langt ef maður nuddar þeim aftan á herðarnar á enni og handleggi eða fætur. 
  6. Það má nudda pipramyntu blandaðri við V-6 á bak við eyrun fyrir aukna vellíðan.
  7. Peppermint er ómissandi í eldhúsið og fullkomin í súkkulaðikökur og krem, byrjaðu með 2 – 3 dropa og smakkaðu matinn til. Það er í lagi að nota 5 – 7 dropa í mintumolana (sjá uppskrift).
  8. Settu 1 dropa af myntuolíu á fingurinn og upp í munninn ef þú vilt hressa andardráttinn og fyrir vellíðan í maganum. 
  9. Það getur verið mjög þægilegt að fara í fótabað eftir langan göngutúr með 3 dr. peppermint og 3 dr. cypress eða PanAway, blandað í msk. af V-6 og í vel heitt vatn. Eitthvað sem þreyttir fætur elska.
  10. Taktu dropa af piparmyntu eða lavender á tunguna ef þú hefur óvart tekið sopa af of heitum drykk.
  11. Klassísk blanda í “roll-on” samanstendur af 10 dr. peppermint, 10 dr. lavender og 10 dr. lemon. 
    Blandað í V-6 grunnolíu í 5ml. olíuflösku með rúllutappa (roll-on).

    ATH. Allltaf skal fara varlega með kjarnaolíur og ekki síst peppermint út af kælingaráhrifum hennar og mögulegri ertingu. Ekki nota myntu á húðina á börnum yngri en 5 ára og alltaf fara varlega með þessi kjarnmiklu efni og blanda kjarnaolíur fyrir börn.

    Lestu hér um lavender og sítrónulímónaði
    The Lavender life blogg https://www.youngliving.com/blog/honey-lavender-lemonade/

Lemon, sítrónuolía

  1. Lemon eða sítrónuolía er frískandi og sérlega góð í ilmúðarann ein og sér eða með öðrum olíum eins og 3. dr. lemon og 1 dr. peppermint þegar þú ert að læra. 
  2. Prófaðu að setja 3 dropa af lemon og 3 dr. Purification í ilmúðarann til að eyða lykt. 
  3. Bættu 3 dr. sítrónuolíu saman við þvottaefnið í þvottavélina þegar þú þværð ljósan þvott. 
  4. Lemonolían er fullkomin viðbót í Heima er best, hreingerningarspreyið. 
  5. Blandaðu þinn eigin þrifmassa: 1 bolli af matarsóda, ásamt tappa af Thieves Houshold Cleaner og 30 dropum af lemon, smá vatn til að maukið sé rakt en ekki fljótandi. Ef þú átt sítrónusýru má bæta við 1 msk. Fullkomið til að leysa upp kalkefni, þrífa eldhús, flísar og hreinlætistæki á baðherberginu. 
  6. Settu nokkra dropa af lemon og einn dropa af Joy í ilmúðarann þegar þú vilt lyfta lundinni. 
  7. Búðu til þinn rakagefandi andlitsmaska með 1 msk. kókosolíu olíu eða V-6 grunnolíu, 1 teskeið af hunangi og 1 dropa af lemon olíu. Smyrðu á andlitið og láttu standa í 15 mínútur áður en þú hreinsar af með volgu vatni.
  8. Bættu sítrónuolíu saman við einfalda salat dressingu: t.d. 3 msk olífuolía, 2 msk eplaedik, 1 tsk sinnep og 2 – 3 dropar lemon olía. Hrist saman í krukku. 
  9. Settu 2 dropa af lemon í stóra skál af köldu vatni til að skola nýtt blaðsalat úr garðinum. 
  10. Sítrónuolía hentar vel í staðinn fyrir sítrónubörk. Prófaðu fyrst einn dropa, því einn dropi er bragðmikill. Ef uppskriftin eru með mikið af fitum þá má nota meira af kjarnaolíu. Smakkaðu til.
    Það má búa til sítrónusalt með sjávarsalti og sítrónuolíu, 2 dropar í ca 2 msk af salti, en ca 6 dropa ef þú ert með tóma sultukrukku (frekar litla). Aðrar hugmyndir af salti er með black pepper plús olíu eða timian dropum.
    Bragðbætt salt hentar vel til að fá örlínn skammt af kjarnaolíu með saltinu í matinn.
  11. Sítrónuolía í vatn er bragðgóð og heilsubætandi. Það er nóg að setja 1 dropa í 500 ml af vatni, eða finndu þína réttu blöndu. Það má líka nota mintudropa í vatn til að hressa sig við.
    Ef olíurnar erta varirnar þínar, notaðu fitur á varirnar, t.d. kókosolíu eða lavender varasalva.

    ATH. að nota alltaf gler, postulín eða stál en ekki plastílát þegar þú vilt drekka eða borða kjarnaolíur, því olíurnar geta leyst upp plastílát.
    ATH: Lemon kjarnaolía er fengin með kaldpressun úr hýði sítrónunnar og innheldur efni sem geta gert húðina ljósnæma, og skal nota varlega á húðina áður en farið er í sól. Áhrifin geta varað í 12- 24 klst. og jafnvel lengur. Gildir líka um aðrar sítrusolíur og blöndur með sítrusolíum í eins og t.d. Joy og Peace & Calming.
Ljósmynd af Geldingardalshrauni Bergljót Þorsteinsdóttir 2021

Eldfjalla-mintumolar

Þurrefni:
100 gr möndlur
100 gr kókosmjöl
250 gr döðlur
2-3 msk kakó
1 tsk. vanilluduft
Þurrefnin sett í matvinnsluvél og maukað saman

Mintusúkkulaðið
2 dl kókosolía (fljótandi)
2 dl kakó
1 dl hlynsýróp 
3 – 5 dr. peppermint+ (smakka til)

Öllu blandað saman t.d. í blandara eða matvinnsluvél.
Að lokum er báðum hlutum blandað vel saman í skál og jafnað út í bökunarplötu eða í kökuform ca 1 cm þykkt lag, síðan sett í kæli. Skorið niður í ferhyrnda mintumola, eða búðu til kúlur, má skreyta með því að velta uppúr kókosmjöli. Voila!
Pakkað í box og tilbúið í gönguferðina, í eldfjallaleiðangurinn eða bara í kvöldsnakkið.

Lilja Odds. april 2021
Young Living Platinum