Námskeið í Regndropameðferð um allt land.

Hvernig líst þér á að svífa inní ilmandi veröld slökunar og endurnýjunar?
Að leggjast á bekkinn og fara í ferðalag sem er slakandi, styrkjandi, sjálfseflandi og umbreytandi. Þú ræður ferðinni og hefur stjórn á því hversu hratt og hversu djúpt meðferðin tekur þig.
Það geta allir lært að gera Raindrop, sem er öflug styrkjandi meðferð. Þú þarft ekki að vera nuddari til að gera Raindrop, en hún er frábær viðbót fyrir þá sem eru að vinna með með hinar ýmsu meðferðir á nuddbekk.

Raindrop meðferðin er ekki aðeins fyrir fólk heldur hentar einnig vel fyrir flest dýr, til dæmis hunda, hesta og jafnvel kisur.

Námskeiðið byggir á fræðslu, sýnikennslu og þjálfun í tækninni.

En hvað er Raindrop?

Raindrop er mjög kröftug meðferð sem gerð er á fætur og bak og var þróuð og hönnuð af náttúrulækninum D.Gary Young, en hann er stofnandi Young LIving.

Meðferðin byggir á þremur meginþáttum:

  • Vísindum og virkni hreinna kjarnaolía
  • VitaFlex tækni með fingrum sem eykur orkustreymi í líkamanum
  • Fjaðrastrokum sem örva taugaenda og framkalla slökun.

Olíurnar í Raindrop meðferðinni.

Valor, Oregano, Thyme, Basil, Cypress, Wintergreen, Marjoram, Peppermint, Aroma Siez og nuddolíublöndunni Ortho Ease Oil eða V-6.

Valor –  Mild og heilandi olíublanda sem jafnar rafsegulsvið líkamans og stuðlar að því að hryggjaliðir rétti sig af. Hefur áhrif á tilfinningastöðvar heilans m.a. til að styrkja sjálfsmynd og efla sjálfstraust og sjálfsöryggi, hugrekki og þor. Inniheldur sameindir af esters, monoterpenes og sesqueterpenes. Lykill að notkun þessarar olíu er þolinmæði, þegar tíðni hennar byrjar að jafn orkuna getur bati hafist.

 Oregano – (Origanum Vulgare) CT thymol. Styður varnir líkamans og er hreinsandi. Rannsókn frá Weber State háskóla sýndu hana hafa 99% vörn gegn steptókokka-baktreríum  “in vitro colonies af Streptococcus pneumoniae”. Inniheldur mikið af “phenolpropanoids” sem hreinsa frumumóttakara

Thyme – (Thymus Vulgaris) CT carvacol. Styrkir ónæmiskerfi og styður náttúrulegar varnir líkamans. Rannsóknir sýna að Thyme hefur verið notuð til að verjast ýmsum óværum. Hún inniheldur “thymol” sem hefur gagnast mjög vel við vægum vandamálum í tannholdi. Thyme hefur háa andoxun og hjálpar til við bata og dregur úr þreytu eftir veikindi. Inniheldur “phenolpropanoid” en phenol efni hreinsa frumur.

Basil – (Ocimum Basilicum CT methyl chavicol (estragole)). Hreinsandi,  en sérstaklega er basil spennulosandi (antispasmotic) slakar á vöðvum bæði ósjálfráðum og sjálfráðum, bólguhemjandi og góð vírus vörn. Góð á skordýrabit og háls- og lungnavandamál einnig við góð við þreytu hugans og gegn mígreni, talin geta skerpt lyktarskyn.

Cypress (Cupressum Sempervirens) örvar flæði, styrkir blóðrás (háræðar) dregur úr bólgu og spennu, jarðtengjandi og jafnar orku.

Wintergreen (Gaultheria procumbens eða Birch)  mjög heilandi og góð áhrif á æðakerfi meðal annars  víkkar æðar og stillir blóðþrýsting. Inniheldur náttúrulegt Methyl Salicylate (90%+) en sambærilegt kemist efni (m.a. í magnyl) hefur verið notað í alls kyns áburði og krem til að lina vöðvaverki. Wintergreen er slakandi og linar sársauka og vöðvabólgu, góð fyrir bein, vöðva og liði.

Marjoram (Origanum majorana) mýkir og slakar á vöðvum, róandi og hreinsandi. Góð fyrir bæði vöðva og bein og einnig talin róandi fyrir meltingarveginn, slakandi og slímlosandi. Marjoram var þekkt sem “Herb of Happiness” hjá rómverjum og “Joy of the mountains” hjá grikkjum til forna.

Peppermint (Mentha piperita) bólgueyðandi, deyfir sársauka. Góð fyrir til að bæta meltingu og styðja gallblöðru. Örvar flæði, kælir slitna vöðva. Eykur virkni annarra olía og er góð á ýmsa verki og sýkingar.

Aroma Siez (blanda af basil, marjoram, lavender, peppermint, cypress) fer vel inní vöðva, slakar og mýkir vöðva, góð á sársauka

Ortho Ease Oil – eykur flæði, mýkir vöðva, dregur úr spennu, streitu. (EODR).

V-6 grunnolía 

Níu kraftmiklar hágæðakjarnaolíur eru látnar drjúpa eins og ,,regndropar” á hryggsvæði. Olíurnar eru síðan nuddaðar mjúklega inní vefi til að ná rétta skekkjur og jafnframt til að jafna orkutíðni líkamans. Eftir að búið er að setja allar olíur á hrygginn og nudda þær inn er heitur bakstur lagður á bakið, þetta verkar róandi og eykur upptöku olíanna. Að viðbættum mjúkum teigjum framkallar þessi meðferð djúpa slökum, endunýjun, hreinsun og jafnar orku allra líkamskerfanna.

Hvað gerir Raindrop tæknin fyrir þig?

Regndropameðferðin getur

  • dregið úr stirðleika
  • linað óþægindi og spennu
  • aukið andoxun líkamans og súrefnisflæði til fruma
  • örvað hreinsun úr vefjum og líffærum
  • jafnað orku og aukið hugrekki og þor
  • veit vörn og styrkt ónæmiskerfið

Meðferðin er góð til að auka vellíðan og draga úr vandamálum í vöðvum og stoðkerfi, auk þess sem olíurnar eru mjög slakandi og hreinsandi. Þær hafa góð áhrif á innra vistkerfi líkamans og hreinsa og styrkja frumurnar sjálfar. Ekki síst er hún styrkjandi fyrir hryggsvæði sem mikið er unnið með bæði í meðferðinni. Regndropameðferðin er kröftug fyrir allan líkamann.

. Meðferðin er einstök vegna hinna þriggja meginþátta sem felast í meðferðinni”

  1. Kjarnaolíur. Margir dropar af öflugum kjarnaolíum eru notaðar í Raindrop bæði á fætur og á bakið. Þetta eru olíur sem hafa hreinsandi áhrif eins og oregano og timian, olíur sem styðjað blóðflæði og vöðva eins og cypress, basil og marjoram og wintergreen fyrir beinin. Ekki má gleyma hinni óviðjafnanlegu Valor blönud sem jafnar orkusviðið, jarðtengir og styður lífsorkuna. Olíurnar hafa djúpvirk áhrif á líkama og sál og eru að vinna í líkamanum í marga daga eftir meðferð
  2. VitaFlex þýðir í raun “vitality through reflexes”,lífsorka í gegnum þrýstimeðferð og þessi tækni er sótt til aldagamlla aðferða til heilsustyrkingar frá Tíbet.
  3. Fjaðrarastrokur er tækni sem kemur frá visku indjána um jöfnun á orkusviðinu. Þetta eru sérlega slakandi strokur sem örvar taugaendana og styrkja lífsorkuna.Raindrop námskeið er 10 klukkustundir og við bjóðum námskeið víðsvegar um landið. Ef þú hefur áhuga á að fá námskeiðið til þín, hafðu þá samband.

Lágmarksþáttaka eru 6 manneskjur sem vinna saman 3 og 3

Á lengri námskeiðum er farið ítarlegar í Vitaflex aðferðina meðal annars vitaflex fyrir eyru og höfuð og vitaflex fyrir meltingarsvæði og öndunarfæri.

Allir geta lært Regndropatæknina
Tíðni kjarnaolía fyrir líkama og huga
Lífsorka í gegnum orkubrautir
Hreinsun – styrking -slökun

Þátttakendur þurfa að hafa Raindropkitt með sér á námskeiðið.

Upplýsingar um námskeið á Djús & Dropar kjarnaolíur facebook síðu.
Information on classes on our facebook page Djus & Dropar

Kennari:
Lilja Dhara Oddsdóttir kennari og skólastjórnandi.
15 ára reynsla og Lilja hefur lært meðferðina hjá Gary Young sjálfum og mörgum fleiri virtum kennurum. Lilja kennir meðferðina í Heilsumeistaraskólanum.