Frá Lavender akri í Provence 2016

Heilsa og hreinleiki
Hreinleiki kjarnaolía skiptir máli fyrir heilsuna og mér er umhugað um heilsu. Ég nota olíurnar frá Young Living af því ég veit að þær eru hreinar. Á þeim 17 árum sem ég hef notað þær hef ég heimsótt búgarðana, ég hef hitt fólkið, ég hef hitt bændurna, ég hef séð hvað þeir er að baki, hvað og hvernig. Mig langar að útskýra fyrir þér nokkur atriði sem gott er að vita til að skilja gæði.

Leiðtoginn D.Gary Young
Gary Young er sannur leiðtogi í faginu, ekki síst vegna þess að hvatinn hans til að búa til olíur kemur frá löngun til að styðja heilsuna. Þegar Gary stofnaði Young Living hafði hann starfað í mörg ár sem náttúrulæknir. Hann leiddist útí náttúrulækningar til að heila sjálfan sig eftir slys sem þar sem hann lamaðist. Slysið rústaði lífinu hans en varð líka kveikja að áhuga hans á heilsu. Young Living varð ekki til sem viðskiptahugmynd heldur sem leit að heilun.

Ilmolíur eru í tísku
Olíur hafa komist í tísku og orðið vinsæl söluvara. Ein af ástæðum þess  er einmitt eldmóður Gary Young og þekking hans á náttúrunni og virkni jurta. Rannsóknir hans síðastliðin 30 ár og áhugi hans á því að finna jurtir, prófa þær og greina virkni kjarnaolía hefur vakið athygli. Það hefur líka vakið athygli að það er eftirspurn og margir sjá pening í því að selja olíur. Þar sem það eru ekki miklar reglur til um hvað þarf að vera í flösku sem seld er sem hrein olía þá verður til mikill frumskógur af ilmolíum sem almenningur getur týnst í.

Gull er gull
Ilmiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr í þessum frumskógi. Það er auðvelt að búa til kemiskar eftirlíkingar og auðvelt að þynna út kjarnaolíur. Það kemur meira í kassann að selja ódýrar efnablöndur og það er bæði flókið og kostnaðarsamt að framleiða hreinar kjarnaolíur – náttúran er jú dýrmæt.

Það segir frá því í Bíblíunni að lærisveinarnir hafi hneykslast á því að María Magdalena smurði Jesús með olíum. María smurði hann með spikenard fyrir síðustu kvöldmáltíðina. spikenard var verðmælt olía eins og frankincense sem er kölluð reykelsi í Bíbliunni. Hrein frankincense olía sem eimuð eru úr trjákvoðu frankincenstrésins, kostar í grömmum álíka mikið og grammið af gulli. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Gull er gull.

Ilmiðnaðurinn
Það er hægt að stytta sér leið og fá lægra verð en aðeins  fyrir minni gæði. Það er hægt að nota skordýraeitur og klónaðar plöntur til að fá meira magn, nota leysiefni og fá meira með því að þynna út olíuna. Það gerist auðveldlega hjá byrgjum  að magnið vex, þeir vilja gjarnan fá meira fyrir sinn snúð. Byrgjar og smásalar geta selt þér það sem kallast hreinar olíur, “pure” eða “organic”. Þeir geta selt þér þessar “hreinu” eða “lífrænu” olíur þó þær séu þynntar út 80 – 95% með glærum lyktarlausum efnum, alkahólum og öðrum toxiskum efnum og kemiskum ilmefnum.

Flóran í frumskóginum
Oftast nota ég hugtakið kjarnaolía yfir olíurnar okkar sem koma úr lífrænum plöntum og hafa virkni og ilmolía yfir aðrar olíur sem eru mismunandi samsett ilmefni.

Hópur viðskiptavina sem vill kaupa kjarnaolíur hefur stækkað og almenn þekking á olíum hefur breiðst út að einhverju leiti. Ilmiðnaðurinn hefur stokkið á vagninn og smeigt sér meira inní heilsubúðirnar, inní heilsugeirann. Reglur um merkingar á ilmolíum eru mjög takmarkaðar eins og áður segir og miðast við ilmiðnaðinn.

Venjulegt fólk á erfitt með að greina mun á þerapútískum kjarnaolíum og ilmolíum af lyktinni einni sama og hefur takmarkaða þekkingu. Olíurnar í búðinni kosta minna og það verður oft áttavitinn sem fólk notar í skóginum. Margir hafa kannski heyrt um olíur á netinu eða hjá vinum eða komið á námskeið en muna ekki allt eða hafa ekki næga reynslu til að taka ákvöðrun útfrá gæðum en ekki verði.

Hættan er raunveruleg
Ég segi gjarnan að það er ekkert hættulegt við hreinar kjarnaolíur, þú þarf þó að kunna að nota þær, af því þær eru sterk og öflug efni. En það er vægast sagt varasamt að læra um hreinar olíu eins og lavender (lavandula angustifolia) og fara svo útí búð og kaupa eitthvað sem er merkt sem “Oragnic Lavender” eða jafnvel “Pure Lavander” ilmolíu. Heima ferðu svo að nota þær á svipaðan hátt og við  kennum þér og fræðin kenna þér að nota hreinar kjarnaolíur til heilsubótar. Þetta getur verið hættulegt af því toxisk efni sem geta leynst í ilmolíum eru hættuleg heilsunni.

Gæðaflokkar úr Gameplan bók Söru Harnish
Það má skipta olíum í 4 flokka eftir framleiðslugerð og gæðum:

  • A flokkur: Þerapútískar olíur búnar til úr plöntum sem hafa verið lífrænt ræktaðar og eimaðar við lágt hitastig.
  • B flokkur: Olíur fyrir matvælaiðnaðinn “food grade” en geta innihaldið leifar af skordýraeitri, áburðarefnum, burðarolíu og viðbætt ilmefni.
    Já þetta er ótrúlegt, þær þurfa aðeins að hafa rétta bragðið, annað er ekki eins mikilvægt fyrir iðnaðinn.
  • C flokkur: Ilmolíur sem oft innhalda allskyns viðbótar, aukaefni. Oftast búnar til með hjálp uppleysiefna t.d. Hexane til að fá meira af ilmefnum. Þessi efni geta verið krabbameinsvaldandi efni og eru í mörgum olíum úr búðinni, þær geta líka verið þynntar 80 – 95% með alkahóli eða öðrum glærum lyktarlausum efnum sem venjulegt fólk getur ekki greint.
  • D flokkur. Blómavatnsblöndur, en blómavatn er afurð frá framleiðslu á A flokka olíum. Þessi vökvi er seldur mjög ódýrt til iðnaðarins sem blandar hann öðrum efnum og selur sem “Pure olíur”.

A flokkur er auðvitað eini sem á við okkar olíur og athugaðu að engar sérstakar reglur eru til um hver kallar olíurnar sínar hreinar eða þerapútiskar. Besta leiðin til að vita hvað er satt er að kynna sér upprunann og þekkja framleiðendur.

“Pure” er plat
Ilmolía þarf sem sagt aðeins að innihalda að lágmarki 5% af kjarnaolíu úr plöntu til að teljast hrein ilmolía “pure” eða “organic”. Langmest af ilmolíum á markaði innhalda engar hreinar kjarnaolíur, aðalefnin geta verið, alkahól, kemisk ilmefni og blómavatn og merkingar “Pure” eru bara pure eða hrein ilmefni.

Seed to Seal gæðastaðallinn
Young Living er stærsti framleiðandi á kjarnaolíum af þerapútískum gæðum í heiminum. Ólíkt öðrum söluaðilum þá kaupum við ekki olíur frá byrgjum til að selja áfram.

  • Gæðastjórnun er á allri framleiðslunni okkar á búgörðum okkar
  • Gæðastjórnun er á samstarfsbúum okkar og á þeim olíum sem við kaupum frá öðrum framleiðendum sem allir þurfa að gangast undir gæðavottun okkar
  • Þú getur kynnt þér nánar hvað felst í Seed to Seal (frá fræi til flösku), gæðastaðlinum sem Gary hannað fyrir meira en 20 áraum síðan, á mörgum myndböndun frá Young Living.
  • Öll ræktun er lífræn og engin eiturefni koma nálægt framleiðslunni
  • Olíurnar sem fást með “Seed to Seal”aðferðum eru hrein plöntuefni, kjarnaolía sem kemur úr plöntunni við eimingu er úr jurtinni.
  • Engu er bætt í og ekkert er tekið úr kjarnaolíunni sem skilst frá blómavatninu eftir eiminguna.
  • Kjarnaolía er lifandi efni með tíðni
  • Young Living eru einu seljendur í heiminum sem nota sjálfstæða umhverfis-vottun SCS Global. Þannig getur þú bæði treyst gæðum olíanna og að umhverfisverndar sé gætt.
  • Young Living uppfyllir Gold gæðastaðal sem tryggir mannúð og heiðarleika í viðskiptum og að umhverfisverndar sé gætt.

Vísindi og tíðni
Næmt fólk finnur kraftinn í olínum þegar það heldur utanum glösin. Krafturinn sem maður finnur fyrir er tíðnin, eða lífsorkan. Young Living olíurnar hafa orku/tíðni vegna framleiðsluaðferðanna. Að baki aðferðanna við að ná fram virkni í olíum eru flókin vísindi sem byggjast á eðlis- og efnafræði. Nokkur atriði sem skiptir máli eru að eimun á plöntum sé gerð á réttum tíma, með hreinu vatni, í réttu ílátunum og við lágan hita í hæfilega langan tíma.

Kjarnaolíur eru flókin lífræn efnasambönd, það geta verið yfir 100 mismunandi efni í einni olíu. Flest fyrirtæki í ilmiðnaði keppast við að selja þér einsleitan ilm en markmiðum okkar eru að olían endurspegli jurtina sem hina flóknu lífrænu heild.

Plöntur hafa mismunandi þarfir og aðferðir við eimun

  • Helichrysum jurtir þrífast best þegar jarðvegurinn eru litlir steinar, ekki stórir.
  • Lavender er skorið þegar sykurinnihaldið í plöntunni er í hámarki. Ef þú þurrkar lavenderið í nokkra daga fyrir eimingu, þá munu sykrurnar umbreytast í olíur, þú færð meira magn af olíu.

Við plöntum hundruð þúsundum plantna og trjáa á búgörðum okkar á hverju ári vegna þess að 
skiljum mikilvægi sjálfbærrar framleiðslu. Meðlimir geta tekið þátt í plöntun og uppskeru.

Meira en lífrænt
Við njótum þess að Gary Young hefur í meira en 25 ár af umhyggju varið tíma og kröftum í að kynnast betur þörfum sérhverrar jurtategundar, hvaða aðstæður hver planta þarfnast til að gefa okkur öflugustu kjarnaolíurnar.

Það er ekkert sjálfsagt við það hvernig gæði verða til. Að baki er þekkingarþorsti og reynsla, sköpunarkraftur og innsæið sem stillir Young Living í fremstu röð í framleiðslu kjarnaolía. Þetta er lifandi ferli og það er alltaf verið að taka skrefið lengra, breyta og bæta, jafnvel að finna nýjar heilunarjurtir.

Það er mikilvægt að nefna það aftur að engin kemisk efni eða eiturefni koma nálægt ökrum okkar eða afurðum við framleiðslu og pökkun, það er hluti af gæðastaðlinum “Seed to Seal”. Við segjum gjarnan að, vegna hinnar hreinu ræktunar og vísindanna við framleiðlsu, þá séu olíurnar meira en lífænar. Við gefum engan afslátt af gæðum. Ef olía frá samstarfsaðilum stenst ekki gæðakröfur um efnafræðilega samsetningu (þerapútik), þá fer hún ekki í sölu hjá Young Living.

Einstakur tækjabúnaður til rannsókna
Þekkingin, ásamt heimsklassa tækja-búnaði og 15 viðurkenndum rannsóknaraðferðum, gerir okkur betur í stakk búin en nokkurt annað fyrirtæki í ilmolíuviðskiptum, að greina olíur og  finna hvort í þeim eru auka- og gerviefni.

Young Living á stærstu og fullkomnustu skrá í heiminum yfir lífræn efnasambönd í olíum, þetta er listi yfir 700.000 ólík mólikúl sem notaður er við rannsóknir. Þessi skrá er grunnurinn að gæðastaðli Young Living.

Heilunarorka umhyggju
Ég treysti Gary vegna fagmennsku hans og skil köllun hans að búa til hreinar kjarnaolíur til að hjálpa fólki að heila sig og til að heila jörðina. Fólk sem velur Young Living er að velja ákveðna heilunarorku eða tíðni sem ég skynja sem kærleika og umhyggju!

Ég vil hvetja þig til að gera þínar eigin kannanir og skoða hvaðan þínar olíur koma og hvað hentar fyrir þig, hvernig tíðni hentar þér.

Ég upplifi að olían í flöskunni minni frá Young Living sé lifandi, alveg eins og plantan á jörðinni. Við getum kallað þetta birtingu á sjálfum töfrum náttúrunnar sem eru grunnurinn að virkni og lífsorku. Þar finnur þú visku olíanna og þú upplifir árangurinn í hverjum dropa.

Heimildir:
“Why Choose Young Living”: Artemis bæklingur
Gameplan, The Complete Stargety guide to go from Starter Kit to Silver: Sarah Harnish
Essential Oils Desk Referance
Gary Young The World Leader in Essential Oils