Gold Retreat í Spokane

Ég var svo heppin að fá að fara í nokkurskonar uppskeruferð með Young Living í ágúst síðast liðinn. Það var flogið til Spokane Washington þar sem um 400 meðlimir og starfsmenn Young Living voru samankomnir á hóteli. Fjórir dagar af fræðslu, skemmtun og samveru meðlima.

Upplifun á “Seed to Seal” gæðunum á St. Marie’s búgarðinum
Það sem var sérlega áhugavert var að heimsækja búgarðinn sem Gary Young keypti árið 1992. Það var þremur árum eftir að fyrsta tilraunaræktun hans á Lavender í Bandaríkjunum hófst nálægt Spokane. Gary hafði í ferðum sínum til Frakklands þar sem hann lærði um vísindin og listina að eima jurtir, tekið með sér lavenderfræ í hverri ferð og sáði þeim á St. Marie’s búgarðinn í jarðveg sem var bæði frekar súr og leirkenndur.

Bóndinn og störf hans

Þegar við komum á búgarðinn, eftir um klukkutíma akstur frá Spokane, var okkur skipt í 3 hópa. Hópurinn minn skoðaði fyrst ræktunina og við hittum bústjórana. Aðalbóndinn var kona, sem fræddi okkur um vinnuna þetta sumarið og um áhuga hennar á að byggja upp jarðveginn sem frá upphafi var frekar rýr. Á þessum slóðum er lítið um óværu svo sérstakar varnir eru óþarfar. Eina vandamál þeirra er skógaríkorni sem hefur étið ræturnar á lavenderplöntunum og skemmt um 30% uppskerunnar. Þau hafa prófað ýmislegt til varnar svo sem cayennapipar og piparmyntuolíu en ekkert hefur dugað og svo getur farið að það þurfi að færa til lavenderakurinn. Lavender vex reyndar betur í Utah en Idaho og aðaljurtirnar á St. Marie’s búgarðinum eru því melissa og salvía. Mér þótti sérlega gaman að upplifa ástríðu bóndans fyrir ræktuninni og maður skynjaði vel hjartað sem starfsfólkið setur í krefjandi vinnu til að búa til hágæðakjarnaolíur. Á hverju ári eru þúsundum fræja sáð og um 33 þúsund melissu- og 15 þúsund lavenderplöntur eru settar niður með höndunum árlega. Bændur taka aðstoð fegins hendi. Þú getur sem meðlimur í Young Living fjölskyldunni komið og hjálpað til við að planta og uppskera.

BRIX mæling og sláttur
Í ár var met-uppskera af melissunni og lauk henni nokkrum dögum áður en við komum á svæðið. Uppskerutími ræðst af þroska eða skykurinnihaldi plöntunnar sem er mælt daglega, árla morguns, með sérstökum BRIX mæli. Þegar sykurinn er farinn að mælast í ákveðnu magni þá er plantan tilbúin til uppskeru og hámarks kjarnaolía fæst úr jurtinni. Sykurinnihaldið getur breyst hratt til, dæmis ef sviptingar eru í veðri. Uppskeran er því háð sveiflum og duttlungum náttúrunnar en fylgir ekki hinu hefðbundna dagatali. Við getum sagt að það þurfi að hlusta á hjartslátt náttúrunnar. Þetta er það sem skilur Young Living frá öðrum framleiðendum sem selja ilmolíur. Þessi vinnubrögð tryggja virkni og þau þerapútisku gæði sem við viljum hafa í olíunni. Young Living fylgir því sem heitir Gold Standard.

Hvað þarf mikið af melissu plöntu fyrir líter af olíu?
Eimunarpottarnir sem notaðir eru undir melissuna taka um 960 kg af plöntuefni og úr hverjum potti fæst tæplega líter af kjarnaolíu. Þetta árið fengust í allt um 22 lítrar af melissuolíu sem er vegna þessa ein dýrasta kjarnaolían hjá Young Living, aðeins rósin er dýrari. En ræktunarskilyrði, framleiðsluferlið og magnið er einmitt ein aðalástæða fyrir því afhverju sumar olíur eru dýrari en aðrar.

Eftir að hafa spjallað við bóndann skoðuðum við eimunarstöðina og fórum að því búnu á lavenderakurinn til að tína okkur lavender í lítinn poka.

Eftir að hafa spjallað við bóndann skoðuðum við eimunarstöðina og fórum að því búnu á lavenderakurinn til að tína okkur lavender í lítinn poka til að taka heim sem lítinn minjagrip.

Eftir skoðunarferðina fengum við dásamlega fallegan og góðan mat á búgarðinum. Eins og alltaf þegar YL býr til matinn, þá er það hágæðamatur og mikið af ilmandi lavender- og sítrónuvatni og veitti ekki af þar sem hittinn var hátt í 40 gráður. Áður en við fórum aftur í rúturnar  vorum við gestirnir leystir út með flösku af hinni undusamlegu melissu kjarnaolíu.

Hvað gerir melissan?


Í Essential Oils Desk Referance bókinni segir að melissa hafi hér áður fyrr verið notuð til að lina hjartasárin og til að komast að rótum tilfinningameina og slaka á taugakerfi. Carmeliumunkar gerðu blómavatn úr melissu svonefnt Carmeliuvatn. Sagan hermir að eimun munkanna í Frakklandi megi rekja aftur til 1611.

Virku efnin í melissuplöntunni eru bólguhemjandi, slakandi, vörn gegn vírusum og eru andoxandi. Melissan hefur í grasalækningum verið notuð gegn þuglyndi og kvíða, við svefnleysi auk þess að vera notuð á herpes veiru.
Ilmur melissunar er sagður draga fram góðmennsku hjá fólki, ryður burt andlegum hindrunum og er róandi. Melissan hjálpar okkur að vekja von og sjá hlutina í bjartara ljósi.

Framleiðsla á kjarnaolíum.


Hér eru nokkur dæmi um hvað liggur að baki og hversu mikið magn þarf af mismunandi plöntum til að búa til hreina kjarnaolíu og þetta er helsta ástæðan fyrir því að mikill munur er á verði á hreinum kjarnaolíum eftir tegundum, alveg eins og það er munur á verði á hreinu gulli og silfri.

  • Lavender er gjafmild og um 100 kg af plöntunni gefa um 3 lítra
  • Um 60.000 rósir þarf til að búa til um 30 ml. af rósarolíu. Nýjasta viðbót í Young Living búgarðaflóruna er Balkan Botanical Farm í Búlgaríu þar sem búlgarska rósin er ræktuð og eimuð.
  • Jasmin blóm þarf að tína með höndum áður en sólin rís hátt á loft og það þarf um 8 milljónir blóma til að búa til um einn líter af jasmín olíu.
  • Sandalwood tré þarf að vera um 30 ára gamalt og um 9 metra hátt áður en hægt er að skera það niður til eimunar. Villtur sandalviður hefur verið í útrýmingarhættu en Young Living er nú í samstarfi við ræktendur á sandalviði á Hawaii þaðan sem við fáum Royal Hawaiian Sandalwood.


Lífrænar kjarnaolíur úr búðum: eru þær hreinar eða af þerapútiskum gæðum ?
Athugaðu að það er hægt að búa til lífrænar kjarnaolíur sem hafa ekki verið framleiddar með aðferðum sem tryggja virkni olíanna. Þær geta til dæmis verið eimaðar mörgum sinnum, eða eimaðar með leysiefnum sem gefur meira af oliu.  Ekki er hugað að því að plönturnar séu skornar á þeim tíma sem tryggir virkni. Í þær gæti líka verið bætt lífrænum efnum eins og “linolel acitate” sem stundum er bætt í Lavender olíuna og hún eimuð úr klónuðum plöntum sem gefa mjög einhæfa ilmolíu. Hún gæti samt sem áður verið merkt sem “lífrænt ræktuð”, sem er orðið tískufyrirbæri í heilsuiðnaðinum.

Best er að þekkja framleiðandann
Það er ómögulegt fyrir venjulegt fólk að gera greinarmun á ilminum, hvort hann inniheldur mikið eða lítið af virkum efnum, að þekkja muninn á gæðum. Best er að þekkja framleiðandann og vita hvaða kröfur hann gerir og hvaða aðferðum hann beitir.  Ég get treyst því að allar kjarnolíur Young Living eru lífrænt ræktaðar og eimun lítur ströngum reglum og hver uppskera er rannsökuð með flóknum tækjum til að tryggja virkni og gæði. Young Living talar um 3 skref sem þarf að skoða til að tryggja gæði: “Sourcing – Science – Standards” Efnisöflun – Rannsóknir –  Gæðastaðlar.

Þær olíur sem standast ekki gæðakröfur Young Living fara á markað hjá öðrum fyrirtækjum sem gefa sig út fyrir að selja hreinar ilmolíur.

Young Living olíurnar uppfylla GOLD standard sem snýst ekki aðeins um ræktun og rannsóknir heldur einnig um siðferði í viðskiptum, mannúðarmál og stuðning við þá sem minna mega sín.

En kjarnaolíur eru kröftugar og þú þarft ekki mikið af þeim

  • 5ml flaska af kjarnaolíu inniheldur um 90 – 100 dropa
  • 15 ml flaska innheldur því um 250 – 300 dropa. Ofast nær notum við um einn til þrjá dropa í hvert sinn, þetta þýðir að lítil flaska dugar í 45 – 90 skipti.

Ilmandi kveðja
Lilja Dhara
Reykjavík 21. ágúst 2017